Fundargerð - 14. apríl 2011

Fimmtudaginn 14. apríl 2011 kl. 13:00 kom atvinnumálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) að Skipagötu 9 á Akureyri.

 

Fundarmenn voru: Guðmundur Sturluson, Helgi Þór Helgason, Inga Björk Svavarsdóttir, Lene Zachariassen og Þórður R. Þórðarson nefndarmenn, svo og Skúli Gautason, menningar- og atvinnufulltrúi, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Þá sátu fundinn þau Hjalti Páll Þórarinsson og Stefanía Steinsdóttir, starfsmenn AFE.

 

Þetta gerðist:

 

1. Kynning á starfsemi AFE

Hjalti Páll Þórarinsson og Stefanía Steinsdóttir kynntu starfsemi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

Umræður urðu um starfsemi AFE og fleiri þætti sem tengjast henni.

 

2. Verkefni menningar- og atvinnumálafulltrúa

Menningar- og atvinnumálafulltrúi ræddi um næstu verkefni. Nefndarmenn skiptust á skoðunum um þau.

Ákveðið var að haldinn verði fundur um kynningu á húsnæði verksmiðjubygginganna á Hjalteyri 5. maí nk. Menningar- og atvinnumálafulltrúa var falið að undirbúa fundinn.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 15:05.