Sjóvörn á Hjalteyri

Framkvæmdir eru hafnar við gerð sjóvarnar á Hjalteyri. Byggður verður grjótgarður sunnan og austan á eyrinni, alls um 600 metra að lengd. Í miklu suðaustan veðri í febrúar 2008 flæddi inn yfir eyrina. Þá urðu þá talsverðar skemmdir á mannvirkjum og mátti raunar litlu muna að stórtjón yrði.

Verktaki við framkvæmdina er Árni Helgason ehf. á Ólafsfirði.