Byrjað á gangstéttum við Birkihlíð

Í vikunni var byrjað á frágangi við götuna Birkihlíð. Eftir undirbúning fyrr í vikunni voru kantsteinarnir steyptir í dag og síðan verður gengið frá gangstéttunum sjálfum eftir helgina. Þar á eftir verður svo lokið við grassvæði í grenndinni....

Fundargerð - 20. júní 2007

Miðvikudaginn 20. júní 2007 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 15. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. &nbs...

Gásaverkefnið með nýjan vef

Verkefnið "Gásir - lifandi miðaldakaupstaður" hefur sett upp nýjan vef. Þar eru upplýsingar um hvaðeina sem varðar verkefnið, t.d. fornleifarannsóknirnar og viðburði sumarsins 2007. Hvergi á Íslandi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað frá miðöldum. Fornleifarannsóknirnar hafa sýnt fram á að verslun hefur verið staðnum allt fram á 16. öld. Smelltu hér á gasir.is....

Velheppnuð Fífilbrekkuhátíð

Fífilbrekkuhátíðin var haldin á Hrauni í einstakri veðurblíðu í gær. Þangað komu um 300 manns og nutu náttúrufegurðarinnar og tónlistar Atla Heimis Sveinssonar við nokkur ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Þar blessaði líka Hannes Örn Blandon, prófastur, Jónasarvang, sem er nafnið á nýstofnuðum fólkvangi á jörðinni. Þá voru flutt nokkur ávörp á hátíðinni, þar sem m.a. kom fram að Hannes Pétursson,&...

Vinnuskólinn á fullu

Á dögunum vann vinnuskólafólk við byggingu sparkvallar við Þelamerkurskóla. Á myndinni eru f.v.: Steinunn Erla Davíðsdóttir, Elísabet Þöll Hrafnsdóttir, Jón Karl Ingvarsson, Guðlaug Sigurðardóttir, María Jensen, Karólína Gunnarsdóttir og Anna Bára Unnarsdóttir. Á myndina vantar Tryggva Sigfússon. Vinnuskólinn er rekinn sameiginlega af Hörgárbyggð og Arnarneshreppi....

Sláttur byrjaður

Á myndinni eru bændur í Stóra-Dunhaga, Árni Arnsteinsson og Borghildur Freysdóttir, að setja hey í rúllur. Þau slógu fyrstu túnin núna í vikunni. Það gerðu líka Brakanda-bændur og og fleiri í nágrenninu. Þrátt fyrir mjög þurrt vor er sprettan þokkaleg og þurrkur hefur verið góður þessa daga. Það er því útlit fyrir að heyskapur gangi vel á þessum slóðum að þessu sinni. ...

Fundargerð - 13. júní 2007

Miðvikudaginn 13. júní 2007 kl. 13:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir, Unnar Eiríksson og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Ráðning matráðs Rætt var endurráðningu matráðs, sem óskar eftir viðræðum um ráðningarkjör. Skóla...

Fífilbrekkuhátíð á laugardaginn

Næsta laugardag, 16. júní, verður Fífilbrekkuhátíðin á Hrauni í Öxnadal. Hátíðin hefst kl. 14:00 með ávörpum og söng. Þá verður nýstofnaður fólkvangur vígður. Síðan verður leiðsögn í þremur gönguferðum um jörðina, upp að Hraunsvatni, suður í Hraunin og um heimlandið að Öxnadalsá. Allir eru velkomnir á hátíðina sem haldin er af menningarfélaginu Hraun í Öxnad...

Fundargerð - 11. júní 2007

Mánudagskvöldið 11. júní 2007 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka mættir: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H. Hreinsson, Stefán L Karlsson og Helgi Steinsson oddviti.   Eftirfarandi bókað á fundinum:   1. Skrifað undir fundargerð síðasta fundar.   2. Fjallskilastjóri greindi frá því að sveitarstjórn hafi á fundi sínum þann 16. maí 2007, fjallað u...

Fundargerð - 11. júní 2007

Mánudaginn 11. júní 2007 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir,Yngvi Þór Loftsson, skipulagsráðgjafi, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:   1. Lækjarvellir, deiliskipulag Frestur til að gera athugasemdir við tillögu að deiliskipulag...