Helgi Þorgils á Gráa svæðinu
15.05.2007
Nú eru þrjár nýjar myndir eftir Helga Þorgils Friðjónsson sýndar á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla. Helgi Þorgils er mikils metinn listamaður í íslensku samfélagi og er þekktur fyrir súrrealisk málverk þar sem menn og dýr skipa aðalhlutverkin. Hann er athafnasamur listamaður sem hefur haldið fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. Gráa svæðið er lítið sýningarrými í Þelamerkurskóla. Þa...