Kynningarfundur um aðalskipulag

Kynningarfundur um tillögu að aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026 verður í Hlíðarbæ miðvikudaginn 2. apríl nk. 20:00. Tillagan hefur verið kynnt Skipulagsstofnun og nágrannasveitarfélögunum. Á kynningarfundinum munu skipulagsráðgjafar sveitarfélagsins fara yfir tillöguna og svara fyrirspurnum um aðalskipulagið. Að loknum fundinum verður unnið úr athugasemdum og gengið frá lokatillögu. ...

Fundargerð - 19. mars 2008

Miðvikudaginn 19. mars 2008 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 25. fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.  ...

Sundlaugin opin um páskana

Sundlaugin á Þelamörk verður opin kl. 10-18 daglega um páskana, nema lokað verður á páskadag. Boðið er upp á heita sundlaug, vatnsrennibraut, vatnsgufubað, barnasundlaug með regnhlíf og heitan pott. Eftir páska fram að sumartíma verður svo opið kl. 17-22 á virkum dögum, kl. 10-18 á laugardögum og kl. 10-22 á sunnudögum....

Sundlaugin á Þelamörk endurbætt

Nú stendur yfir hönnun á umfangsmiklum endurbótum á sundlauginni á Þelamörk. Byggt verður nýtt lagnahús með nýjum stýringum og hreinsibúnaði. Tveir nýir heitir pottar koma við sundlaugina, og auk þess nýtt eimbað. Sundlaugarkerið sjálft verður endurbætt á ýmsan hátt. Sundlaugin hefur lengi verið mjög vinsæll áningarstaður, enda hefur þjónusta þar verið rómuð og ekki s...

Frábær árshátíð

Í gærkvöld var árshátíð Þelamerkurskóla haldin með glæsibrag fyrir fullu húsi í íþróttasal Íþróttamiðstöðvarinnar. Allir nemendur skólans, um 90 talsins, tóku þátt í dagskráatriðum hátíðarinnar og síðan var dansleikur til klukkan eitt eftir miðnætti. Aðaldagskráratriði hátíðarinnar var leikritið Latibær, með Íþróttaálfinn, Sollu stirðu og Glanna glæp sem aðalpersónur. Á myndinnni er...

Fundargerð - 13. mars 2008

Fimmtudaginn 13. mars 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.   Fundurinn hófst kl. 13:45.   Fyrir var tekið:   1.      Endurbætur sundlaugarkerfa Lagðar fram teikningar að fyrirhuguðum endurbótum ...

Fundargerð - 11. mars 2008

76. fundur hreppsnefndar Arnarneshrepps.Þriðjudaginn 11. mars 2008, kom hreppsnefnd Arnarneshrepps saman til fundar í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Allir aðalmenn voru mættir. Jón Þór Brynjarsson ritaði fundargerð.Fundurinn hófst kl: 20:00. Fyrir var tekið:1. Fundargerðir• Fundargerð frá skipulagsnefnd Arnarneshrepps frá 6. mars sl.Fundargerðin samþykkt.• Fundargerð frá Héraðsráði Eyjafjarðar frá 234....

Kvenfélagið gefur endurskinsvesti

Á heimasíðu Þelamerkurskóla er sagt frá styrk sem Kvenfélag Hörgdæla hefur veitt skólanum til að kaupa endurskinsvesti fyrir nemendur og til að kaupa blikkljós til að setja á umferðarmerki við þjóðveginn til að vara bílstjóra við þegar börn eru á leið yfir þjóðveginn. Hvort tveggja veitir börnunum meira öryggi en ella. Þau eru ...

Þéttbýlið heitir Lónsbakki

Þéttbýlið í Hörgárbyggð heitir Lónsbakki, skv. nýlegri ákvörðun sveitarstjórnar. Tillaga um það kom frá skipulags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins. Þéttbýlið nær yfir göturnar Skógarhlíð og Birkihlíð, ásamt Lóni, Lónsá, Berghóli I og II, Húsamiðjulóðinni, lóð Þórs- og DNG-húss og lóð leikskólans Álfasteins. Svæðið með íbúðagötunum hefur ýmist verið nefnt Spyrnuhverfi, Skógarhlíð eða S...

Fundargerð - 03. mars 2008

Fundur haldinn í skólanefnd 3. mars klukkan 16:301) Ingileif kynnti vinnu við að mynda skólastefnu fyrir Þelamerkurskóla. Mikil og góð vinna hefur verið í gangi  og nauðsynlegt að halda þeirri vinnu áfram. Stefnt er að því að halda sameiginlegan vinnudag með kennurum, sveitarstjórnum, foreldrafélagi, foreldraráði og skólanefndinni ásamt þeim foreldrum eða íbúum sveitarfélaganna sem áhuga hafa...