Kynningarfundur um aðalskipulag
28.03.2008
Kynningarfundur um tillögu að aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026 verður í Hlíðarbæ miðvikudaginn 2. apríl nk. 20:00. Tillagan hefur verið kynnt Skipulagsstofnun og nágrannasveitarfélögunum. Á kynningarfundinum munu skipulagsráðgjafar sveitarfélagsins fara yfir tillöguna og svara fyrirspurnum um aðalskipulagið. Að loknum fundinum verður unnið úr athugasemdum og gengið frá lokatillögu. ...