Fundargerð - 13. júní 2008

Föstudagskvöldið 13. júní 2008 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka. Mættir eru: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson, Stefán L Karlsson og Helgi Steinsson oddviti.   Eftirfarandi bókað á fundinum:   1.      Skrifað undir fundargerð síðasta fundar.   2.      Fjallskilastjóri lagði fram afrit af bréfi...

Fundargerð - 12. júní 2008

Fimmtudaginn 12. júní 2008 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 28. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.  ...

Fundargerð - 11. júní 2008

Fyrsti fundur sameinaðrar leikskólanefndar Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps. Mættir voru: Bernharð Arnarson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, Jón Þór Brynjarsson, Jónína Garðarsdóttir, Líney Diðriksdóttir og Stella Sverrisdóttir. 1.      Fjöldi barna í haust og aukning á starfsfólki. 2.      Prósentuhlutfall leikskólastjóra...

Sláttur hafinn

Á miðvikudaginn byrjaði sláttur sumarsins í Hörgárbyggð, þegar slegið var á nokkrum bæjum. Tíðin hefur verið góð að undanförnu og spretta því víða orðin ágæt. Auðbrekku- og Þríhyrningsbændur voru að hirða í fyrstu rúllur sumarsins í dag og þá var myndin til vinstri tekin (stærri mynd undir). Þar sést að störfum splunkuný mjög öflug baggavél sem þeir eiga ásamt Stóra-Dunhagabændum....

Búfjárfjöldi í Hörgárbyggð

Skv. forðagæsluskýrslu vorið 2008 er heildarfjöldi búfjár í Hörgárbyggð alls 11.574. Stærsta kúabúið er á Bakka í Öxnadal. Þar eru 112 kýr, auk 139 annarra nautgripa. Næstflestar kýr eru á Dagverðareyri, 70 talsins. Þar eru 107 aðrir nautgripir. Alls eru kúabúin 20 að tölu. Stærsta sauðfjárbúið er á Staðarbakka í Hörgárdal. Þar voru 498 ær í vetur og auk þess 135 af öðru sauðfé. Lit...

Söfnun á baggaplasti

Síðasti söfnunardagur vetrarins á heyrúlluplasti (baggaplasti) í Hörgárbyggð er 10. júní nk. Í sömu ferð verða áburðarpokar teknir til endurvinnslu. Aðgreina verður ytra og innra byrði pokanna og setja hvort byrðið í poka (ekki hafa þau laus). Þetta er sama fyrirkomulag og var í fyrra....

Endurbætur sundlaugar boðnar út

Auglýst hefur verið eftir tilboðum í endurbætur á sundlauginni í   Íþróttamiðstöðinni á Þelamörk. Í útboðinu felst bygging tækjaklefa, eimbaðs og tveggja heitra potta, endurnýjun stýrikerfa og öryggisbúnaðar o.fl. Verkinu á að vera lokið 1. desember nk. Útboðsgögn fást afhent á Verkfræðistofu Norðurlands hf., Hofsbót 4, Akureyri. Tilboðin verða opnuð á sama stað 5. júní nk. Útb...

Afgreiðslu ársreikninga er lokið

Afgreiðslu ársreikninga Hörgárbyggðar fyrir árið 2007 er lokið. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs var mjög góð á árinu. Afgangur frá rekstri var 66,5 millj. kr. sem er 26% af skatttekjum. Hluti fjárhæðarinnar er söluhagnaður eigna, en sé hann dregin frá er samt sem áður um verulegan afgang að ræða. Heildarfjárfesting á árinu var 56,8 millj. kr. Hún skiptist í meginatriðum í þrennt: stækkun leik...

Fundargerð - 14. maí 2008

Miðvikudaginn 14. maí 2008 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 27. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.  ...

Fundargerð - 13. maí 2008

Þriðjudaginn 13. maí 2008 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:   1. Auðnir 2, skógræktar- og sumarbústaðabyggð Lagt fram bréf frá Erlu M. Halldórsdóttur, dags. 6. apríl 2008, þar sem óskað er eft...