Viðurkenningar BSE fóru í Hörgárbyggð

Á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar í gær voru veittar viðurkenningar í nautgriparækt og sauðfjárrækt, auk hvatningarverðlauna. Viðurkenning fyrir nautgriparækt kom í hlut Helga Steinssonar og Ragnheiðar Þorsteinsdóttur á Syðri-Bægisá og viðurkenningu fyrir sauðfjárrækt hlutu Guðmundur Skúlason og Sigrún Franzdóttir á Staðarbakka. Þau eiga hrútinn á myndinni. Hann var valinn besti lambhrúturinn á svæði FSE, Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð, haustið 2007. Arnrún Magnúsdóttir frá Syðsta-Samtúni tók svo á móti hvatningarverðlaununum fyrir hönd veitingastaðarins Friðriks V. sem er í fararbroddi hreyfingarinnar "Matur úr héraði".