Endurbætur sundlaugar hafnar
24.06.2008
Í gær hófust framkvæmdir við umfangsmiklar endurbætur á sundlauginni á Þelamörk. Samið hefur verið við verktakafyrirtækið B. Hreiðarsson ehf. um að vinna verkið. Verksamningurinn hljóðar upp á 105,6 millj. kr. Í honum felst m.a. að byggja tækjaklefa, eimbað og tvo heita potta, breyta sundlaugarkarinu, setja upp ný stýrikerfi og bæta við öryggisbúnaði. Verkinu á að vera lokið 1....