Vígsla sparkvallar

Sparkvöllurinn við Þelamerkurskóla verður vígður á föstudaginn kl. 13:15. Fulltrúar KSÍ, skólans og sveitarfélaganna, sem standa að skólanum, munu flytja ávörp og stuttur knattspyrnuleikur fer þar fram. Framkvæmdir við sparkvöllinn hófust í júnímánuði 2007 og var að mestu lokið um haustið.

Allir eru velkomnir.