Fundargerð - 22. apríl 2008

Þriðjudaginn 22. apríl 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 15:00.

 

Fyrir var tekið:

 

1.      Ársreikningur fyrir árið 2007

Lagður fram ársreikningur Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk fyrir árið 2007. Skv. ársreikningnum urðu rekstrartekjur Íþróttamiðstöðvarinnar á árinu alls 18,2 millj. kr. og rekstrargjöld 26,1 millj. kr. að meðtöldum fjármagnsliðum. Framlag sveitarfélaganna var því 7,9 millj. kr.

Ársreikningur var yfirfarinn og síðan staðfestur af stjórninni og forstöðumanni.

 

2.      Endurbætur sundlaugar

Rætt stöðuna á undirbúningi endurbóta við sundlaugina.

Fram kom að löggiltur endurskoðandi Hörgárbyggðar telji rétt að fyrirhuguð lántaka vegna endurbótanna verði á vegum eignasjóða sveitarfélaganna til hagræðingar í bókhaldi.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30