Stundum og stundum ekki

Leikfélag Hörgdæla undirbýr núna uppsetningu gamanleiksins „Stundum og stundum ekki“ eftir Arnold og Back í leikstjórn Sögu G. Jónsdóttur. Fyrsti samlestur verður næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20:00 á Melum og eru allir þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í verkinu hvattir til að mæta þá til að sýna og sanna hæfileika sína og tryggja sér hlutverk. 9 kven- og 9 karlhlutverk eru í boði og vonast st...

Fundargerð - 06. nóvember 2008

Fimmtudaginn 6. nóvember 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í Íþróttamiðstöðinni. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.   Fundurinn hófst kl. 20:00. Fyrir var tekið:   1. Staða framkvæmda Fundarmenn skoðuðu þær endurbætur sem fram hafa farið á sundlauginni og tengdum kerfum. Framkvæm...

Fjölmenni á afmælishátíð

Í gær var haldið upp á 150 ára afmæli Bægisárkirkju. Kirkjan var troðfull og á meðal gesta voru fimm prestar auk sóknarprests, sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttur. Kirkjukórinn söng m.a. Heill þér himneska orð eftir Gabriel Fauré undir stjórn Helgu Bryndísar Magnúsdóttir, organista. Ritningarlestra lásu Bryndís Sóley Gunnarsdóttir og Jónína Þórdís Helgadóttir. Á eftir var veislukaffi á Mel...

Bægisárkirkja 150 ára

Bægisárkirkja í Hörgárdal verður 150 ára í ár.  Haldið verður upp á afmælið sunnudaginn 2. nóvember með messu í kirkjunnikl. 14:00.  Í messunni mun kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls leiða almennan safnaðarsöng og syngja Heill þér himneska orð eftir Gabriel Fauré.Eftir messuna verður afmæliskaffi á Melum.  Þar verður m.a. myndasýning sem fermingarbörnin hafa unnið upp úr gömlu...

Viðurkenningar á árshátíð

Á árshátíðinni á laugardaginn fengu Stóri-Dunhagi viðurkenningu fyrir snyrtilegt býli og Skógarhlíð 29 viðurkenningu fyrir fallega lóð. Á myndinni eru Liesel og Jóhann Malmquist með viðurkenningarskjal fyrir lóðina sína í Skógarhlíð 29. Hana hafa þau ræktað upp frá grunnni með mikilli kunnáttu og natni.                           &nbs...

Árshátíðin í Hlíðarbæ

Á morgun, fyrsta vetrardag, verður hin árlega árshátíð haldin í Hlíðarbæ. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhaldið byrjar hálftíma síðar. Undanfarnar vikur hefur staðið yfir alger endurnýjun á anddyri og snyrtingum hússins og verður árshátíðin fyrsta skemmtunin í húsinu eftir að þeim lauk. Á myndinni sést þegar hreingerning eftir framkvæmdirnar hófust fyrr í vikunni. Að árshátíðinni standa Le...

Umferðarmerki á Lónsbakka

Nýlega tóku gildi nýjar reglur um umferð á Lónsbakka. Hámarkshraði í Skógarhlíð og Birkihlíð er nú 30 km/klst og biðskylda er þegar ekið er frá þeim götum inn á Lónsveg, sem nú hefur 50 km hámarkshraða. Sett hafa verið upp umferðarmerki sem sýna þessar reglur. Með nýju reglunum er vonast til að umferðaröryggi á svæðinu aukist, sem er mjög mikilvægt m.a. vegna þess að þar býr fjöldi ungra...

Aðalskipulagstillaga samþykkt

Á fundi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar í gær var auglýst tillaga að aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026 samþykkt með nokkrum breytingum vegna athugasemda sem bárust við það fyrir lok athugasemdafrests, sem rann út 8. september 2008. Skipulags- og umhverfisnefnd hafði áður fjallað um þau sjö erindi sem bárust og fólu í sér athugasemdir við tillöguna. Nefndin gerði tillögu að afgreiðslu a...

Fundargerð - 15. október 2008

Miðvikudaginn 15. október 2008 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 31. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. &...

Fundargerð - 10. október 2008

Föstudaginn 10. október 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í Íþróttamiðstöðinni. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.   Fundurinn hófst kl. 15:30.   Fyrir var tekið:   1.  Staða framkvæmda Framkvæmdir eru í stórum dráttum á áætlun, en minni potturinn er á eftir áætlun. &n...