Fundargerð - 17. nóvember 2008

Mættir voru: Bernharð Arnarson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helga Jónsdóttir, Jón Þór Brynjarsson, Jónína Garðarsdóttir, Líney S. Diðriksdóttir og Stella Sverrisdóttir.

 

Dagskrá:

 

1. Fjárhagsáætlun, staða og frekari innkaup

Fyrirséð er að áætlun fyrir matar- og mjólkurinnkaup stenst ekki, þar sem börnum hefur fjölgað og matarverð hækkað. Það kemur til með að vanta u.þ.b. mánuð uppá. Mikið hefur verið keypt af húsbúnaði og fyrir liggur að kaupa eyju í eldhúsið á 87.034 og nýjar dýnur og yfirdekk á eina gamla á 70.000. Þetta er í raun hluti af stofnbúnaði nýja hússins og ætti að flokkast sem slíkur.

 

2. Umsóknir barna og kennara, horfur næsta vor

Umsókn liggur fyrir um 31. barnið í leikskólann strax eftir áramót. Nýting mannaflans er núna mjög góð en enginn afgangur fyrir hádegi fyrir fleiri börn. Það vantar þá starfsmann inn frá kl. 8-12, í 50% stöðu frá áramótum. 32. barnið kemur inn í síðasta lagi í apríl og þá nýtist nýi starfsmaðurinn betur. Þar sem veikindaafleysing er ekki fyrir hendi, nema stundum og þá aðeins frá kl. 10 myndi þessi viðbótarstarfsmaður  koma sér vel. Fyrir liggur umsókn frá leikskólakennara um 50% stöðu svo þá þyrfti ekki að auglýsa stöðuna.

 

3. Sumarlokun 2009

Lagt er til að sumarlokun 2009 verði á svipuðum tíma og í ár, frá 6. júli til og með 4. ágúst.

 

4. Viðhald húsnæðis og búnaðar

Þar sem kostnaður við viðhald er mikill þegar kalla þarf til smið til allra hluta væri mikill sparnaður að fá húsvörð, einhvern laghentan sem gæti dyttað að húsgögnum, girðingu, sett upp snaga og annað slíkt. Nefndin leggur til að leikskólastjóri leiti til húsvarðar Þelamerkurskóla vegna minniháttar viðhalds.