Fundargerð - 28. nóvember 2008

Föstudaginn 28. nóvember 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í Íþróttamiðstöðinni. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 13:15.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Staða framkvæmda

Framkvæmdum er um það bil að ljúka, nema frágangur heitra potta mun ekki ljúka á tilsettum tíma. Vonast er til að þeim frágangi ljúki á nokkrum dögum.

Rætt um tímasetningu og fyrirkomulag á vígsluathöfn endurbótanna.

 

2. Ósk um verðbætur á eftirstöðvar tilboðsupphæðar

Á fundinn kom aðalverktaki sundlaugarframkvæmdanna. Rætt var um ósk hans um verðbætur á verkið, sbr. bréf hans dags. 8. okt. 2008.

Á fundi sínum 6. nóv. sl. lagði stjórnin við sveitarstjórnirnar að erindi verktakans verði hafnað. Sveitarstjórnirnar hafa samþykkt tillöguna.

Verktakanum var tilkynnt um þessa niðurstöðu.

 

3. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2009

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir árið 2009. Drögin gerir ráð fyrir rekstrarframlög frá sveitarfélögunum upp á kr. 5.876 þús. kr.

Stjórnin leggur til við sveitarstjórnirnar að framlögð drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 verði samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:30.