Sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar hefur tekið gildi
14.06.2010
Sl. laugardag, 12. júní 2010, tók gildi sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, sbr. auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, sem dagsett er 7. apríl 2010 og birtist í B-deild Stjórnartíðinda. Arnarneshreppur varð til árið 1824, en náði þá yfir nokkru stærra svæði en seinna varð. Það heiti leysti af hólmi sveitarfélagsheitið Hvammshreppur, sem náði nokkurn veginn yfir það s...