Hjólabrettahátíð á Hjalteyri

Um helgina heldur Hjólabrettafélags Akureyrar hátíð í Verksmiðjunni á Hjalteyri.  Opnað verður á laugardag og sunnudag kl. 13.
Á staðnum verða pallar, rail, box og fullt af dóti til að renna sér á.
Markmið félagsins er að kveikja aðeins í sveitarstjórnum og sýna hvað þessi íþrótt er vinsæl á Akureyri og í nágrenni.
Undirskriftalistar fyrir innanhússaðstöðu hjólabrettamanna á Akureyri verða á staðnum.
Á staðnum verða sýndar brettaljósmyndir og myndbönd.
Nánar á verksmidjan.blogspot.com