Heimasíða leikskólans

Leikskólinn Álfasteinn hefur sett upp heimasíðu með nýjum hætti. Áður var heimasíðan hluti af heimasíðu sveitarfélagsins, en nú er hún sjálfstæð.

Á heimasíðunni eru allar helstu upplýsingar um starfið á leikskólanum, fréttir, myndir, skóladagatal, matseðill mánaðarins o.m.fl. Smella má hér til að skoða heimasíðuna.