Erindisbréf og samþykkt og stjórn og fundarsköp

Nú er lokið frágangi allra helstu formsatriða sem varða upphaf Hörgársveitar sem nýs sveitarfélags. Fyrr í mánuðinu staðfesti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið Samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar og í síðustu viku samþykkti sveitarstjórnin erindisbréf fyrir allar þær sex fastanefndir, sem heyra undir hana.

Erindisbréfin og samþykktina um stjórn og fundarsköp er hægt að lesa með því að smella hér fyrir erindisbréfin og hér fyrir samþykktina.