Frá fjallskilanefnd

Þeir sauðfjáreigendur í Hörgárbyggð sem hafa allt sitt sauðfé í sauðheldum girðingum sumarlangt geta sótt um til fjallskilanefndar að vera undanþegnir fjallskilum fyrir sauðfé. Umsóknin fyrir árið 2006 þarf að berast til fjallskilanefndar í  síðasta lagi 21. ágúst 2006. Í nefndinni eru: Guðmundur Skúlason, símar 462 6756 og 846 1589, Aðalsteinn Hreinsson, símar 462 6996 og...

Viðbygging við leikskólann hafin

Hafin er viðbygging við leikskólann í Álfasteini. Það er Katla ehf., byggingafélag, sem tekið hefur að sér að byggja húsið. Viðbyggingin er 160 fermetrar að stærð. Hún er teiknuð af Þresti Sigurðssyni hjá teiknistofunni Opus ehf. Gert er ráð fyrir að lokið verði við viðbygginguna fyrir árslok....

Sveitarstjóraskipti

Í gær var fyrsti vinnudagur Guðmundar Sigvaldasonar á skrifstofu Hörgárbyggðar. Hann tók þá við starfi sveitarstjóra Hörgárbyggðar af Helgu A. Erlingsdóttur, sem gegndi starfinu frá haustinu 2002. Helgu eru þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Henni fylgja góðar óskir um skjótan bata og velfarnað í framtíðinni....

Fundargerð - 26. júní 2006

Mánudagskvöldið 26. júní 2006 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka mættir: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson.   Eftirfarandi bókað á fundinum:   1.      Skrifað undir fundargerðir síðustu tveggja funda. 2.      Nú á nýhöfnu kjörtímabili ætlar fjallskilanefnd að leggja fjallskil á e...

Fundargerð - 21. júní 2006

Mánudaginn 21. júní 2006 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 2. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.   Þetta gerðist:   1. Nefndaskipan – staðfe...

Fundargerð - 12. júní 2006

Mánudaginn 12. júní 2006 kl. 20:00 kom nýkjörin sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 1. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Elvari Árna Lund sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð nýkjörna sveitarstjórn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir &...

Fífilbrekkuhátíð

Í gær, laugardaginn 10. júní, var hin árlega Fífilbrekkuhátíð að Hrauni í Öxnadal.  Veðrið var með eindæmum gott, hiti álægt 20 gráðum, en sólarlítið.  Staðinn sóttu amk. 60 manns.  Flestir gestanna fóru í gönguferð upp að Hraunsvatni, sumir höfðu veiðistöng meðferðis.  Á leiðinni nutu göngugarparnir frásagna og fróðleiks ýmissa fræðimann...

Ýmislegt

Undir liðnum stjórnsýsla má finna Staðardagskrá 21 fyrir Hörgárbyggð sem samþykkt var í maí s.l.   Þar er einnig að finna ársreikninga Hörgárbyggðar vegna ársins 2005.   Þá minnum við á að "Sagaplast" safnar baggaplasti og áburðarpokum næstkomandi fimmtudag, þann 9. júní. Sjá auglýsingu hér neðar á fréttasíðunni.   HAErl....

Fífilbrekkuhátíð 2006

FRÉTTATILKYNNING   Árleg Fífilbrekkuhátíð verður haldin á Hrauni í Öxnadal laugardag 10. júní n.k. Gengið verður frá bænum á Hrauni kl. 14:00 upp Kisubrekku um Stapana að Hraunsvatni og dvalist við vatnið um hríð en haldið aftur niður með Hraunsá heim að bænum á Hrauni. Leiðsögumaður á göngunni verður dr. Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur sem segir frá landi og staðháttum.  Þórir Haral...

Úrslit kosninga í Hörgárbyggð

Í Hörgárbyggð var óbundin kosning.  Fækkað var í sveitarstjórn úr 7 í 5.  Á kjörskrá voru 287, 156 karlar og 131 kona.  181 kusu, þar af voru 4 seðlar auðir og 4 ógildir. Samhliða kosningunum til sveitarstjórnar var gerð könnun á vilja íbúa Hörgárbyggðar til sameiningar Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps.  Það voru 165 sem skiluðu áliti, 136 voru hlynntir sameiningu við ...