Fyrstu göngum og réttum lokið

Í dag var réttað í Þverárrétt í Öxnadal og þar með lauk fyrstu göngum og réttum í Hörgárbyggð á þessu hausti. Veður í göngunum var yfirleitt mjög gott og þær gengu vel. Nokkur þoka var þó í göngum Öxndæla í gær. Á laugardaginn voru aðrar göngur í ytri hluta Hörgárdals, en annars staðar verða þar um næstu helgi. Svipmyndir úr Þverárrétt í dag má skoða með því að smella hér á mynd 1, hér á mynd 2, hér á mynd 3 og hér á mynd 4.