Stella frá Auðbrekku fékk styrk

Sl. föstudag veitti Landsbankinn á Akureyri Guðbjörgu Stellu Árnadóttur frá Auðbrekku í Hörgárdal styrk til rannsóknatengds framhaldsnáms við auðlindadeild Háskólans á Akureyri. Hún brautskráðist frá þeirri deild síðastliðið vor. Styrkurinn er að fjárhæð 500.000 krónur.

Stellu er óskað til hamingju með styrkinn. Nánar um styrkveitinguna má lesa hér.