Hvað eru margar brýr í Hörgárbyggð?

Í skýrslu frá samgönguráðherra segir að á landinu séu 802 einbreiðar brýr og 447 tvíbreiðar, alls 1.249 brýr. Af þeim eru 14 í Hörgárbyggð, eða rúmlega 1%. Einbreiðar brýr í Hörgárbyggð eru 8 og 6 eru tvíbreiðar.

Í skýrslunni má líka fræðast um lengd brúnna og aldur. Af einbreiðu brúnum í Hörgárbyggð eru 3 byggðar fyrir 1950, 2 á árunum 1951-1960 og 3 þeirra eru byggðar á árunum 1961-1990. Allar tvíbreiðu brýrnar eru byggðar eftir 1980.

Helmingur brúnna í Hörgárbyggð (sjö) eru 10 metrar eða styttri, 3 eru 11-20 m, 2 eru 21-20 m og 2 eru 31-40 m.

Þá kemur fram í skýrslunni að í Hörgárbyggð eru 67,3 km af safn- og tengivegum, þ.e. öðrum vegum en stofnvegum. Það eru 0,76% af öllum slíkum vegum í landinu.