Ljósastauraviðhald

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti sl. vetur reglur um fyrirkomulag á peruskiptum og öðru viðhaldi á ljósastaurum við heimreiðar. Reglurnar fjalla líka um hvernig standa eigi að uppsetningu ljósastaura. Skv. reglunum þarf að tilkynna um ónýtar perur og aðra viðhaldsþörf á endastaurum heimreiða fyrir 1. september nk., ef úrbætur á að gera núna í september. Næsta viðgerðaferð verður svo fyrir jólin. Tilkynningar um viðhaldsþörfina eiga að berast skrifstofu Hörgárbyggðar. Reglurnar í heild má lesa hér.