Hlaupabraut við Þelamerkurskóla

Umf. Smárinn, í samvinnu við Hörgárbyggð og Arnarneshrepp, er að koma sér upp æfingahlaupabraut við Þelamerkurskóla. Á hlaupabrautinni er gerviefni, eins og á fullkomnustu hlaupabrautum. Hún er rúmlega 80 m löng með þrjár brautir. Undir henni er snjóbræðslukerfi. Æfingabrautin mun gjörbreyta til batnaðar æfingaaðstöðu iðkenda Smárans í spretthlaupum og langstökki. Frjálsíþróttalið UMSE, sem Smárinn á aðild að, hefur einmitt verið að standa sig mjög vel undanfarin misseri, og brautin er hvatning til enn meiri afreka hjá því. Myndin sýnir þegar verið var að leggja síðara lag gerviefnisins á brautina.