Fundargerð - 26. ágúst 2008

Þriðjudaginn 26. ágúst 2008 kl. 16:10 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla sam-an til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Launabreytingar

Rætt um meðferð hækkunar á launakostnaði vegna nýs kjarasamnings við kennara. Skv. lauslegu mati nemur hækkunin 12-13%.

Tekið verður tillit til hækkunarinnar við endurskoðun fjárhagsáætlunar skólans.

 

2.        Starfsmannahald og nemendafjöldi

Logi Ásbjarnarson hefur verið ráðinn kennari á meðan Halla Björk Þorláksdóttir er í fæðingarorlofi.

Auglýstar verða tvær stöður í eldhúsi, föst staða í stað Marsibil Ingvarsdóttur og afleysingastaða fyrir Sigríði Svavarsdóttur.

Fram kom að skráðir nemendur í skólanum eru 92 talsins. Gert er ráð fyrir að tveir nemendur bætist við hópinn á næstu dögum.

 

3.        Gjaldskrá mötuneytis

Farið yfir stöðu fjármála hjá eldhúsi. Ákveðið var að hækka fæðisgjald í mötuneyti í 400 kr. fyrir hvern dag frá og með skólabyrjun.

 

4.        Útleiga íbúðar

Fram kom að ein íbúðin í skólanum er að losna. Ákveðið var að auglýsa íbúðina til leigu.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17:00