Land fyrir stafni með augum fortíðar
06.06.2014
Land fyrir stafni! Svo nefnist ný sýning á fágætum Íslandskortum sem er á Minjasafninu á Akureyri. Sýningin samanstendur af einstökum landakortum frá 1547-1808. Lengi vel þekktu erlendir kortagerðarmenn lítið til landsins, höfðu mögulega óljósar fregnir af því og færðu hringlaga eyju inn á Evrópukortið. Þegar framliðu stundir breyttist landið úr torkennilegri eldfjallaeyju með sjóskrímsl...