Viðhaldsverkefni í sundlaug

Það sem eftir er júní-mánaðar munu standa yfir minniháttar viðhaldsverkefni í sundlauginni á Þelamörk. Það mun valda skerðingu á þjónustu, sem hér segir: Þriðjudaginn 10. júní lokaði vaðlaugin (sveppurinn) og hún verður lokuð í 7 daga. Í dag, 11. júní, lokar rennibrautin og hún verður lokuð í 2 daga. Þriðjudaginn 17. júní lokar stóri potturinn og verður lokaður í 7 daga. Á meðan verður hitinn í litla pottinum lækkaður niður í 39 gráður. Þriðjudaginn 24. júní lokar litli potturinn og hann verður lokaður í 7 daga.

Þessi áætlun getur breyst. Allar tilkynningar um slíkt koma á fésbókarsíðu íþróttamiðstöðvarinnar og allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 462 4718.