Fundur í sveitarstjórn

Fundur verður í sveitarstjórn Hörgársveitar sunnudaginn 29. júní 2014 kl. 20:00 í Þelamerkurskóla. Á dagskrá er afgreiðsla á fyrirliggjandi fundargerðum fastanefnda, afgreiðsla á tillögu um auglýsingu á fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins og síðari umræða um breytingu á samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar.