Axel Grettisson kosinn oddviti

Á fundi sveitarstjórnar í gærkvöldi var Axel Grettisson, Þrastarhóli, kosinn oddviti og Jóhanna María Oddsdóttir, Dagverðareyri, varaoddviti. Einnig var kosið í fastanefndir. Jón Þór Benediktsson, Ytri-Bakka, var kosinn formaður skipulags- og umhverfisnefndar, Jóhanna María Oddsdóttir, formaður atvinnu- og menningarmálanefndar og Axel Grettisson formaður fræðslunefndar.

Á sama fundi var Guðmundur Sigvaldason ráðinn sveitarstjóri.