Sjö umsækjendur um prestsembætti

Eftirtaldir sóttu um embætti prests í Dalvíkurprestakalli, með aðsetri á Möðruvöllum:

  • Elín Salóme Guðmundsdóttir, Elvar Ingimundarson, Eva Björk Valdimarsdóttir, Karl V. Matthíasson, Oddur Bjarni Þorkelsson, Salvar Geir Guðgeirsson og Viðar Stefánsson.

Frestur til að sækja um embættið rann út 3. júní síðastliðinn. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts. Embættið veitist frá 1. júlí 2014.