Fífilbrekkuhátíð

Hin árlega Fífilbrekkuhátíð í Hrauni í Öxnadal verður haldin laugardaginn 14. júní kl. 14-17. Á dagskránni verður upplestur úr ljóðum Jónasar Hallgrímsonar og tónlistaratriði. Um morguninn verður gönguferð undir leiðsögn Bjarna E. Guðleifssonar frá Hrauni að Hraunsvatni. Gönguferðin byrjar kl. 9 og tekur u.þ.b. 4 klst.