Miðaldadagar á Gásum verða ekki í ár!

Stjórn Gásakaupstaðar ses og Gásverjar hafa tekið þá ákvörðum í ljósi aðstæðna að aflýsa Miðaldadögum á Gásum í ár. Tár er á hvarmi margra Gásverja vegna þessarar ákvörðunar en fyrir marga þeirra, ekki síst þá yngstu, er þetta hápunktur sumarsins. Síðustu ár hafa um 2000 manns árlega ferðast aftur til fortíðar þriðju helgina í júlí þegar þeir sækja Miðaldadaga á Gásum í Eyjafirði heim. Í ár verða menn að halda sig í samtímanum en fá tækifæri að ári til að upplifa verslunarstaðinn frá miðöldum á blómatíma hans. Þá verður á ný hægt að kynnast handverki og daglegum störfum frá miðöldum í sviðsmynd verslunarstaðarins á Gáseyrinni þar sem reykur úr pottum fyllir vit, Gásverjar bregða á leik og taktföst högg eldsmiða og sverðaglamur heyrast um allan fjörð. Gásverjar allir hlakka til að ferðast aftur til fortíðar með ferðaþyrstum gestum helgina 16.-17. Júlí 2021 Nánar um Gásir og MIðaldadaga á Gásum á gasir.is

Greiðsla fasteignagjalda - frestun?

Nú hafa verið sendar út kröfur vegna tveggja gjalddaga (eindagi mánuði síðar) af átta í samræmi við álagningu fasteignagjalda Hörgársveitar 2020. Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi geta þeir greiðendur (bæði einstaklingar og fyrirtæki) sem sannanlega hafa orðið fyrir tekjutapi vegna covid-19 sótt um frestun á allt að þremur eindögum 2020 og færast þeir þá til 5. des 2020, 5 jan. 2021 og 5. feb. 2021. Greiðendur geta sótt um þennan greiðslufrest með því að senda tölvupóst á horgarsveit@horgarsveit.is þar sem tilgreind er kennitala greiðanda, um hvaða eindaga er að ræða og hver ástæðan fyrir óskinni er. Í framhaldinu verður eindagi færður og svar sent um það.

Smitrakning er samfélagsmál

Hvetjum íbúa Hörgársveitar til að sækja sér smitrakningar appið: Sjá hér:https://www.covid.is/app/is

Viðbrögð við heimsfaraldri

Bókun sveitarstjórnar Hörgársveitar á 113. fundi sveitarstjórnar þann 26. mars 2020.

Viðbragðsáætlanir vegna heimsfaraldurs

Viðbragðsáætlanir sveitarfélagsins vegna heimsfaraldurs má sjá hér að neðan:

RARIK, bætur vegna tjóns

Vekjum athygli á þessari frétt á heimasíðu Rarik. https://www.rarik.is/frettir/baetur-vegna-tjons-a-bunadi-og-keyrslu-varaaflsvela

Bókun sveitarstjórnar Hörgársveitar 16.12.2019 - óveður og rafmagnsleysi

Sveitarstjórn Hörgársveitar eru það mikil vonbrigði að það óveður sem gekk yfir landið í síðustu viku hafi valdið þeim mikla vanda og tjóni sem varð. Í Hörgárdal og Öxnadal var rafmagnslaust í nær fjóra sólarhringa þar sem það skorti lengst. Ljóst er að þær loftlínur raforku sem enn eru í sveitarfélaginu eru á engan hátt tilbúnar að mæta miklum vetrarveðrum eða hvassviðri og staðsetning hluta þeirra í gegnum þéttan trjágróður er óásættanlegur. Því er algjörlega hafnað að farið verði í einhverjar framtíðarviðgerðir á þeim tveimur köflum loftlína í sveitarfélaginu sem nú brugðust.

Tíðindi dagsins

Í framhaldi af fundi sveitarstjórnar Hörgársveitar í gær 16.12.2019, setti ég mig í samband við Tryggva Þór Haraldsson forstjóra RARIK strax í morgun. Hann brást einstaklega vel við og var mættur hér á skrifstofuna hjá mér í heimsókn kl. 14:00 í dag og fullvissaði mig um, að í það minnsta önnur loftlínan í Hörgárdal sem brást, myndi verða lögð af og jarðstrengur lagður þar í staðinn, eins fljótt og nokkur möguleiki er á því. Gott að fá slík tíðindi. Eftir stuttan fund okkar hér fórum við Jonni með hann hringinn í dalnum þar sem línur brustu og voru þá RARIK menn að störfum við að hreinsa klaka af línunni milli Fornhaga og Lönguhlíðar sem var að sligast og í bráðri hættu að slitna eða staurar að brotna. Rafmagn var að sjálfsögðu tekið af á meðan þessi aðgerð var og var rafmagnslaust í rúma þrjá tíma. Nú er rafmagn komið á að nýju. Tíðindi dagsins eru þau að við treystum því að við förum við ekki inn í annan vetur með ótryggt rafmagn vegna þess að við höfum ófullnægjandi loftlínur til að treysta á til að fá eitthvert rafmagn. Heldur fáum við í það minnsta lágmarks rafmagnstrengi RARIK í jörðu, þannig að tryggður er sá kostur að rafmagn geti farið um alla Hörgársveit í jarðstrengjum.

RARIK - fasröð löguð

Rafmagnstruflanir verða Í Hörgár- og Öxnadal sunnudag 15.12.2019 frá kl 11:30 til kl 12:00 þegar fasröð verður löguð.. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

Þriggja fasa notendur í Hörgárdal og Öxnadal

Þriggja fasa notendur í Hörgár- og Öxnadal eru vinsamlega beðnir að hafa varan á að snúningsátt kann að vera röng eftir aðgerðir dagsins. Reynt verður að snúa við fyrsta tækifæri og verður það tilkynnt með eins góðum fyrirvara og hægt er. Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690