Lausar athafnalóðir til umsóknar

Lækjarvellir 19, 20, 21 og 22

Lóðirnar verða tilbúnar til afhendingar í maí 2024. Gatnagerðargjöld lóðanna eru samkvæmt gjaldskrá Hörgársveitar um gatnagerðargjöld og eru tengigjöld fráveitu innifalin í gjöldunum. Greiða skal 10% af gatnagerðargjaldi við úthlutun lóðar og 90% við undirskrift lóðarleigusamnings. Önnur tengigjöld veitna eru ekki innifalin. Um úthlutun lóðanna fer eftir reglum Hörgársveitar um lóðaúthlutanir en þar segir m.a.:

“Við úthlutun lóða, annarra en íbúðarhúsalóða, skulu umsækjendur tilgreina með glöggum hætti byggingaráform sín og framkvæmdahraða. Leggja ber mat á þarfir umsækjanda til lóðar, en verði ekki hægt að greina á milli umsækjenda á þeim forsendum, skal beita reglum þessum eftir því sem við á hverju sinni.”

Gjaldskrá gatnagerðargjalda og reglur um úthlutun lóða

má finna á heimasíðunni horgarsveit.is

Umsóknarfrestur er til 10. október 2023 og skulu umsóknir

sendar á sveitarstjóra Hörgársveitar á tölvupóstfangið snorri@horgarsveit.is