Vordagskrá Amtsmannssetursins

Dagskrá fimmtudaganna í Leikhúsinu á Mörðuvöllum á vorönninni er sem hér segir:

21. febrúar: Vasa í öllu - Sveinn í Kálfskinni

28. febrúar: Tilurð bæjarnafna – Jóhannes Sigvaldason

13. mars: Kuml og haugfé í Eyjafirði - Þóra Pétursdóttir

27. mars: Af Óla rokkara og Gísla í Gröf: Bútæknibylting, brot úr menningarsögu 20. aldar – Bjarni Guðmundsson

10. apríl: Nýja Biblíuþýðingin – Solveig Lára Guðmundsdóttir

24. apríl: Sumarleikhús – Leikfélag Hörgdæla 

8. maí: Kynning á íslenskum þjóðdönsum – Jósavin Arason

22. maí: Fuglar í Eyjafirði – Sverrir Thorstensen

Dagskráin hefst alltaf kl. 20:30.

 

Frá því að Leikhúsið var opnað eftir gagngerar endurbætur 26. maí í fyrra hefur þar mikið verið um að vera. Á árinu 2007 voru þar 65 atburðir, þar af 15 fræðsluerindi, 11 fundir á vegum hreppsnefndar og 27 viðburðir á vegum kirkjunnar.

Hér eru þrjár svipmyndir úr starfi Leikhússins á síðasta ári.