Vinnuskólinn í sumar

Í sameinuðu sveitarfélagi Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar verður starfræktur vinnuskóli í sumar fyrir börn sem nú eru í 8., 9. og 10. bekk. Hvort sveitarfélagið um sig hefur í mörg undanfarin ár rekið vinnuskóla, ýmist sameiginlega eða hvort í sínu lagi. Gert er ráð fyrir að vinnuskólinn byrji 7. júní nk. og verði í 8 vikur, 4 klst. á dag. Skráning í vinnuskólann er hafin og lýkur henni föstudaginn 14. maí nk. Skráningareyðublað hafa verið send til viðkomandi foreldra/forráðamanna. Það er líka hægt að prenta út af heimasíðunni, sjá hér