Viðbygging við leikskólann hafin

Hafin er viðbygging við leikskólann í Álfasteini. Það er Katla ehf., byggingafélag, sem tekið hefur að sér að byggja húsið. Viðbyggingin er 160 fermetrar að stærð. Hún er teiknuð af Þresti Sigurðssyni hjá teiknistofunni Opus ehf. Gert er ráð fyrir að lokið verði við viðbygginguna fyrir árslok.