Viðbygging við leikskólann Álfastein - fyrsta sóflustungan tekin

Í dag 1. mars 2019 var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu við leikskólann Álfastein.  Það voru elstu nemendur leikskólans, þeir Dagur Snær Agnarsson  og Víkingur Tristan Hreinsson, sem tóku skóflustunguna með aðstoð Hugrúnar Hermannsdóttur, leikskólastjóra.  Framkvæmdir við viðbygginguna hefjast í dag og eru verklok áætluð 1. ágúst n.k.  Um er að ræða um 100 m2 stækkun.  Börnin á leikskólanum í dag eru 35 en í haust verða þau orðin 44 og stækkun því nauðsynleg til að nægt rými verði til að mæta þessari ánægjulegu fjölgun.