Viðbygging leikskóla á lokastigi

Lokaspetturinn við stækkun leikskóla Álfasteins er hafin. Í gær voru rafvirkjar önnum kafnir í viðbyggingunni og smiðir stóðu í ströngu við að setja upp kerfisloft. Afhending á föstum innréttingum er áætluð í þessari viku. Áætlað er að byggingin verði tilbúin til notkunar um miðjan febrúar. Þá hefjast breytingar á eldra húsnæði leikskólans til að húsnæðið myndi eina heild.