Verksmiðjan tilnefnd til Eyrarrósarinnar
06.02.2014
Verksmiðjan á Hjalteyri er tilnefnd til Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Áhöfnin á Húna og Skrímslasetrið á Bíldudal eru líka tilnefnd. Eyrarrós verður afhent einhverjum ofangreindra aðila laugardaginn 15. febrúar nk. í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Sá aðili sem fær Eyrarrósina fær verðlaunafé að fjárhæð 1.650 þús. kr., aðrir sem tilnefndir eru fá 300 kr. hvor. Að auki fá öll verkefnin flugmiða frá Flugfélagi Íslands.