Vegir endurbættir

Hafin er vinna við endurbyggingu á 4,5 km löngum kafla á Dagverðareyrarvegi, frá Hringvegi að Hellulandi. Verkinu lýkur með klæðningu á veginn. Því mun ljúka síðsumars. Verktaki er GV-gröfur ehf. á Akureyri.

Þá styttist í að hafin verði endurbygging Hörgárdalsvegar frá Björgum að Skriðu. Samið hefur verið við Árna Helgason ehf., Ólafsfirði um fyrri áfanga verksins, sem er frá Björgum að Hólkoti. Síðari áfanginn verður boðinn út í haust.