Vegabætur

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar leggur þunga áherslu á að áætlun gildandi vegáætlunar um fjárveitingar í framkvæmdir við Hörgárdalsveg og Dagverðareyrarveg árið 2008 minnki ekki, og að strax árið eftir haldi framkvæmdir við þessa vegi áfram. Þá bendir sveitarstjórnin á að uppbygging annarra tengivega í sveitarfélaginu sé mjög brýn.

Fyrir dyrum stendur að endurskoða vegáætlunina. Myndin er af brúnni yfir Syðri-Tunguá, en þar á að koma ný brú á árinu 2008. Smelltu hér til að sjá tiltölulega nýlegt dæmi um ástand tengivega í sveitarfélaginu.