Varmadæluvæðing - ráðgjöf

Varmadæluvæðing - ráðgjöf

Á fundi sveitarstjórnar Hörgársveitar 18.6.2021 var eftirfarandi samþykkt gerð:

Hagverk ehf, samningur vegna varmadæluvæðingar

Lagður fram samningur við Hagverk ehf. vegna ráðgjafavinnu við varmadæluvæðingu í Hörgársveit, sem eigendum íbúðarhúsa, þar sem ekki er hitaveita, verður boðið uppá endurgjaldslausa ráðgjöf.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn og að sent verði kynningarbréf til ofangreindra aðila sem allra fyrst.

Nú hefur verið póstlagt bréf og kynningarefni til viðkomandi aðila, þar sem þeim er boðið uppá þessa ráðgjafavinnu þeim að kostnaðarlausu. Við vonum að sem flestir sjái sér hag í því að nýta sér ráðgjöfina og skili inn undirrituðu umboði sem þarf sem allra fyrst á skrifstofu sveitarfélagsins, eins og fram kemur í bréfinu.