Útboð á endurbótum í Þelamerkurskóla

Auglýst hefur verið eftir tilboðum í stækkun anddyris og fleiri endurbætur í Þelamerkurskóla. Fyrir utan viðbyggingu við anddyri skólans felst í útboðinu múrbrot og steypusögun vegna uppsetningu lyftu, endurnýjun tveggja kennslustofa í A-álmu og uppsteypu á nýjum tröppum og rampi að nýjum inngangi. Innifalið er endurnýjun lagnakerfa á þeim svæðum sem verða endurnýjuð.

Gert er ráð fyrir að verkið geti hafist 25. mars 2014 og miðað er við að verkinu verði að fullu lokið 20. ágúst 2014.

Útboðsgögn eru afhent á Eflu verkfræðistofu, Hofsbót 4, Akureyri, frá og með fimmtudeginum 27. febrúar 2014 og skal óska eftir þeim í netfanginu: arni.gunnar.kristjansson@efla.is.

Tilboðsfrestur er til kl. 14:00 fimmtudaginn 13. mars 2014.