Úrslit kosninga til sveitarstjórnar

Úrslit kosninga til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar urðu þau að J-listi Samstöðulistans hlaut 170 atkvæði og 2 menn kjörna og L-listi Lýðræðislistans hlaut 171 atkvæði og 3 menn kjörna. Auðir seðlar og ógildir voru alls 11 að tölu.

Á kjörskrá voru 440 manns, alls kusu 352. Kosningaþátttaka var því 80,0%. Kosningu í sveitarstjórn hlutu:

Hanna Rósa Sveinsdóttir

Helgi Bjarni Steinsson

Sunna Hlín Jóhannesdóttir

Axel Grettisson

Helgi Þór Helgason

 

Samhliða kosningunni var gerð könnun á viðhorfi til fimm möguleika á nafni á hið sameinaða sveitarfélag. Niðurstaða könnunarinnar varð þessi:

Hörgárbyggð fékk 185 atkvæði

Hörgársveit fékk 87 atkvæði

Möðruvallasveit fékk 35 atkvæði

Hörgárhreppur fékk 9 atkvæði

Möðruvallahreppur fékk 5 atkvæði