Úrslit kosninga

Kosning um sameiningu sveitarfélaganna 9 við Eyjafjörð var felld í öllum sveitarfélögunum nema á Siglufirði og í Ólafsfirði. 

Úrslit kosningannaa í Hörgárbyggð  voru mjög afgerandi.  Nei sögðu 170 eða 88,5%, já sögu 22 eða 11,5%.  Kjörsókn var sæmileg miðað við önnur sveitarfélög eða 65,5%.

Nánari fréttir af úrslitum kosninganna er að finna á www.eyfirdingar.is, www.dagur.net, og á síðum félagsmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og víðar.