Úrslit bæjakeppni Framfara

Á laugardaginn fór fram bæjakeppni hrossaræktarfélagsins Framfara á skeiðvellinum við Björg. Keppt var í 7 flokkum. Mótið tókst vel og þátttaka var góð, nema hún hefði mátt vera meiri í bændaflokknum. Styrktaraðilar mótsins voru fjölmargir og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir framlag þeirra.

Sigurvegarar mótsins urðu:

Í pollaflokki Brynjar Logi Magnússon, Akureyri, og Djákni frá Dalvík, sem kepptu fyrir hönd Steinsstaða II 
Í barnaflokki Fanndís Viðarsdóttir á Björgum og Sorró frá Hraukbæ, sem kepptu fyrir hönd Barkár
Í unglingaflokki Valgeir Bjarni Hafdal í Glæsibæ II og Kyndill frá Glæsibæ, sem kepptu fyrir hönd Búðarness 
Í bændaflokki Jón Knútsson, Akureyri, og Breki, sem kepptu fyrir hönd Kjartans og Hönnu í Hraukbæ
Í opnum flokki Vignir Sigurðsson í Litlu-Brekku og Þráinn frá Þinghóli, sem kepptu fyrir hönd Glæsibæjar II
Í kvennaflokki Anna Catharina Gros, Akureyri, og Fjöður frá Kommu, sem kepptu fyrir hönd Þórðar og Ingu í Hvammi
Í flugskeiði Þór Jónsteinsson í Skriðu og Seifur frá Skriðu á 9,25 sek.

Úrslitin í heild eru á vef Eiðfaxa, sjá hér.