Úrskurður fallinn í þjóðlendumáli

Óbyggðanefnd hefur kveðið upp úrskurð um þjóðlendur á Tröllaskaga norðan Öxnadalsheiðar. Meðal annars er fjallað um Þorvaldsdalsafrétt, Möðruvallaafrétt og Bakkasel.

Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Þorvaldsdalsafrétt telst eignarland, en Möðruvallaafréttur og Bakkasel teljast þjóðlendur.  

Telja verður líklegt að málinu verði áfrýjað hvað Bakkasel varðar.

Hér má lesa úrskurð nefndarinnar í heild.

Smellið á myndina til að sjá stærra kort.