UPPLÝSINGAR FRÁ KJÖRSTJÓRN

 

Upplýsingar frá kjörstjórn Hörgárbyggðar vegna sveitarstjórnarkosninganna 27. maí 2006.

 

  

1.  Þar sem engir framboðslistar bárust kjörstjórn, verða  

     kosningar í Hörgárbyggð óbundnar.

2.  Kosið verður í Þelamerkurskóla. Hefst kjörfundur

     kl. 10:00 og lýkur kl.  20:00.

3.  Fækkun verður á sveitarstjórnarmönnum úr 7 í 5, skal því

     einungis kjósa 5 aðalmenn og 5 varamenn.

4.  Eftirtalin gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í

     sveitarstjórn: Ármann Búason  Myrkárbakka,  Sigurbjörg

     Jóhannesdóttir Bitru og Sturla Eiðsson  Þúfnavöllum.

5.  Samhliða kosningunum fer fram skoðana­könnun meðal

     kjósenda í Hörgárbyggð, þar sem spurt verður um afstöðu

     þeirra til hugsanlegrar sameiningar Hörgárbyggðar og

     Arnarneshrepps.

 

Kjörstjórn Hörgárbyggðar.