Umsókn um dvöl á Heilsuleikskólanum Álfasteini

Við minnum foreldra barna sem hyggjast hefja dvöl á Heilsuleikskólanum Álfasteini árið 2024 góðfúslega á að skrá börnin sín sem allra fyrst.

Álfasteinn í Hörgársveit er Heilsuleikskóli rétt norðan Akureyrar. Hann stendur ofan við þjóðveginn umlukinn trjágróðri. Nafn leikskólans er dregið af bóndabænum Dvergasteini norðan við Álfastein. Leikskólinn er fjögra deilda, Ljósálfadeild fyrir 1 árs, Álfadeild fyrir 2 - 3 ára, Dvergadeild og Trölladeild báðar fyrir 3-6 ára. Hann er opinn frá 7:45 til 16:15.

Í hlekknum hér að neðan er hægt að skrá barnið rafrænt:

Leikskólaumsókn