Umsjónarkennari óskast

Í Þelamerkurskóla er laus til afleysingar í eitt ár 80% staða umsjónarkennara 3.-4. bekkjar. Umsækjendur þurfa að hafa réttindi til að kenna í grunnskóla. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi í grunnskóla með einstaklingsmiðaðar áherslur. Metnaður og sveigjanleiki í starfi, góð tölvukunnátta ásamt góðri skipulags- samskipta- og samvinnufærni eru skilyrði. Reynsla og þekking á Byrjendalæsi kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 6. júlí 2014. Tekið er á móti umsóknum á netfanginu thelamork@thelamork.is  

Upplýsingar um skólastarfið er að finna á vefsíðu skólans http://thelamork.is Frekari upplýsingar veitir skólastjóri, Ingileif Ástvaldsdóttir, á netfanginu ingileif@thelamork.is eða í síma 897 8737.