Umhverfisverðlaun í Hörgársveit

Skipulags- og umhverfisnefnd ákvað á fundi sínum í janúar að veita Skógarhlíð 39 á Lónsbakka umhverfisverðlaun fyrir árið 2014. Það var mat nefndarinnar að eigendurnir, Unnar Eiríksson og Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, hafi verið öðrum húseigendum í sveitarfélaginu til eftirbreytni hvað varðar umgengni, snyrtimennsku og fallega ásýnd íbúðarhúss og lóðar.

Jafnframt ákvað nefndin að veita Dagverðareyri umhverfisverðlaun fyrir árið 2014. Nefndin telur að ábúendurnir, Haraldur Jónsson og Vaka Sigurðardóttir, hafi verið öðrum eigendum lögbýla í sveitarfélaginu til eftirbreytni varðandi umgengni, snyrtimennsku og fallega bæjarásýnd.

Verðlaunin voru afhent á þorrablóti Hörgársveitar 7. febrúar sl.